Grafið í leikskólanum

Í vikunni voru Nesbræður að grafa á leikskólalóðinni. Leikskólabörnin voru mjög áhugasöm og fylgdust mjög vel með verkinu. Mikið var rætt um af hverju þeir væru að grafa og voru sumir á því að verið væri að leita að sjóræningjafjársjóði. En á föstudag var búið að flagga sjóræningafána við leikskólann áður en litlir og stórir sjóræningjar tóku að streyma að. Dagurinn fór svo í það að leika sér með fjársjóðina sem voru í fjársjóðskistum á deildunum.