Mánudaginn 7. nóvember fékk leikskólinn Álfaborg góða gesti. Þá komu þrír björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Tý á Svalbarðsströnd í heimsókn á sínum tækjum. Tilefnið var að færa leikskólanum af gjöf 40 endurskinsvesti. Auk þess fengu nemendur endurskinsmerki til að fara með heim. Heimsóknin var mjög skemmtileg og fengu nemendur á Rjóðri og Kvisti að fara upp í tækin og setjast undir stýri. Við erum þakklát og glöð fyrir heimsóknina og góðar gjafir.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.