Góðir gestir í Álfaborg

Mánudaginn 7. nóvember fékk leikskólinn Álfaborg góða gesti. Þá komu þrír björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Tý á Svalbarðsströnd í heimsókn á sínum tækjum. Tilefnið var að færa leikskólanum af gjöf 40 endurskinsvesti. Auk þess fengu nemendur endurskinsmerki til að fara með heim. Heimsóknin var mjög skemmtileg og fengu nemendur á Rjóðri og Kvisti að fara upp í tækin og setjast undir stýri. Við erum þakklát og glöð fyrir heimsóknina og góðar gjafir.