Gleðilega páska

Við þökkum fyrir góða mætingu á árshátíð nemenda í gær. Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að allir njóti páskahátíðarinnar. 

Valsárskóli hefst eftir páskafrí þriðjudaginn 22. apríl.  Sú vika verður stutt þar sem sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 24. apríl og föstudaginn 25. apríl er starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi. Vinaborg er starfandi þann dag og hægt að skrá nemendur. Hafa heimilin fengið rafrænt skráningarblað fyrir það. 

Hér er slóð á nokkrar myndir frá söfnunar bakstri og árshátíðaræfingu 10. og 11. apríl. Auk þess er hér slóð á upptöku af árshátíðinni Valsárskóla 2025. 

Myndir frá undirbúningi og bakstri. 

https://photos.app.goo.gl/UCWHmTpUNsKDExLX6

Myndband frá árshátíðasýningu.

https://www.youtube.com/watch?v=nsuhRM7fADA

Gleðilega páska

Með kveðju úr Valsárskóla