Kæru foreldrar og forráðamenn. Í ljósi frétta frá í gær þar sem sett var á samkomubann en grunn- og leikskólar eiga að starfa áfram er ljóst að það þarf að útfæra með hvaða hætti skólastarf á að fara fram næstu vikurnar. Það á eftir að senda á skólana nánari útskýringar á hvernig skólahaldi skulu háttað því það verður einhverjum takmörkunum háð eins og t.d. fjöldi barna í hópi, fjarlægð milli manna o.s.frv. Nú er starfsdagur í báðum skólum á mánudag og þá munum við fara vel yfir þessi útfærsluatriði samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Við munum senda ykkur frekari upplýsingar áður en börnin eiga að mæta í skólann.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.