Fimmtudaginn 20. mars verður nemendum og foreldrum boðið upp á fræðslu í Valsárskóla um tilfinningaviðbrögð, erfiða hegðun, samskiptavanda og fleira. Verkefnið er samstarfsverkefni Valsárskóla og Foreldrafélags Valsárskóla. Kvenfélag Svalbarðsstrandar styrkir verkefnið og erum við þakklát fyrir það.
Um fræðslu sér Aðalheiður Sigurðardóttir sem er menntaður tilfinningaráðgjafi frá EQ Institute í Osló. Hún býður upp á vitundarvakningu um hvað liggur á bak við tilfinningaviðbrögð okkar í samskiptum. Hún veltir upp spurningum eins og hvað liggur á bak við erfiða hegðun barna, hvar liggur rótin að samskiptavanda og hvað liggur á bak við triggerana mína?
Nemendur fá fræðslu á skólatíma. Foreldrum er boðið á fræðslu kl. 17:30 í matsal Valsárskóla og við hvetjum ykkur til að mæta. Nokkrir kennarar fóru á samskonar fræðslu á haustdögum og voru mjög ánægðir og mæla með fræðslunni.
Nánar er hægt að lesa um verkefnið á: https://www.egerunik.is/