Fræðslu á vegum foreldrafélagsins kl. 20:00 mánudaginn 4. september í Valsárskóla

Við minnum á fræðslu á vegum foreldrafélagsins kl. 20:00 mánudaginn 4. september í Valsárskóla. Þar mun Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd fræða foreldra um börn og netmiðla. 

Fyrr um daginn mun hann fræða nemendur í skólanum annars vegar í 5. - 6. bekk og hins vegar í 7. - 10. bekk

Við í Valsárskóla viljum þakka foreldrafélaginu fyrir að standa fyrir þessari þörfu fræðslu.