Forvarnardagur í Valsárskóla

Föstudaginn 7. nóvember verður haldinn forvarnardagur í Valsárskóla. Markmið dagsins er að efla vitund nemenda um heilbrigðan lífsstíl, öryggi og velferð. Nemendur taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars mataræði og tannheilsu, slysavörnum og skyndihjálp, umferðaröryggi, einelti, hreyfingu, andlegri heilsu, vímuvörnum og viðbrögðum við náttúruvá. Með deginum vill skólinn stuðla að jákvæðum lífsvenjum og efla ábyrgð og samstöðu í skólasamfélaginu.