Forval - valgreinar í Valsárskóla 2022-2023

Nemendur í Valsárskóla fengu kynningu á valgreinum 3. maí fyrir næsta vetur. Ætlunin er að kenna valgrein í þremur lotum á næsta skólaári. Hægt er að velja um 28 greinar í forvali. Nemendur fóru heim með valblað sem foreldrar skoða með nemendum og kvitta undir. Nemendur fengu líka með stuttar lýsingar á hverri valgrein.

Nemendur velja aftur þegar við höfum skorið niður valgreinar sem ekki verða kenndar.