Þriðjudaginn 15. nóvember kl: 17:15 - 18:30 verður haldið foreldraþing í Valsárskóla.
Foreldraþing er haldið til að fá fram sjónarmið og hugmyndir foreldra varðandi skólastarfið þannig að þeir getið haft meiri áhrif á ýmis mál er snerta starfið. Foreldraþing er nú haldið í annað sinn og er vilji okkar að það verði haldið árlega.
Fyrirkomulagið verður þannig að við skiptum fundartímanum niður í nokkur umræðutímabil. Við verðum með nokkur málefni og hver fundargestur velur sér þau málefni sem hann hefur mestan áhuga á að ræða. Við lok hverrar umræðu verður stutt samantekt.
Dæmi um umræðuefni:
- Nemendastýrð samtöl á samtals dögum
- Síma- og netnotkun í skólanum
- Ofbeldi og mörk
- Jákvætt við Valsárskóla
- Árangur nemenda og tengsl við framhaldsskólLestur
- Efla læsi almennt - átak
Ef foreldrar hafið tillögur að umræðuefni væri frábært að fá þær t.d. með símtali eða tölvupósti í síðasta lagi mánudaginn 14. nóvember.