Fimmtudaginn 21. ágúst, er skólasetning í íþróttahúsinu kl. 16:15.

Fimmtudaginn 21. ágúst, er skólasetning í íþróttahúsinu kl. 16:15. Þangað eru allir nemendur og foreldrar velkomnir.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Skólastjóri flytur stutta ræðu og setur skólann.

  • Nemendur og foreldrar fara með umsjónarkennara í stofur. Þar fá nemendur stundatöflur og bæði foreldrar og nemendur upplýsingar um skólastarfið.

  • Veitingasala ferðasjóðs verður inni og úti eftir aðstæðum. Grilluð pylsa kostar 500 kr. og drykkur kostar 200-300 kr. 

Föstudaginn 22. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera í viðeigandi klæðnaði til útivistar. Dagurinn er skipulagður af umsjónarkennurum og eru námshópar saman. Nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennara á skólasetningu. Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl. 13:10 frá Valsárskóla. Skráðir nemendur fara í Vinaborg.

Mánudaginn 25. ágúst - útivistardagur
Eftir morgunmat í skólanum fara allir í gönguferð sem hefst á rútuferð. Eldri nemendur ganga frá Súlubílastæðinu í Kjarnaskóg og yngri nemendur fara frá Sómatúni í gegnum Naustaborgir og í Kjarnaskóg. Allir enda í Kjarnaskógi þar sem við grillum saman. Nemendur þurfa að hafa með sér léttan bakpoka og yfirhöfn í ferðina. Skóla lýkur kl. 13:00 og fer skólabíll kl.13:10 frá Valsárskóla og skráðir nemendur fara í Vinaborg og aðrir heim. 

Þriðjudaginn 26. ágúst hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá. 

Sundkennsla hefst þriðjudaginn 26. ágúst. Harpa og Þráinn mun sjá um sund- og íþróttakennslu í Valsárskóla.Til að allir séu með sundföt og svo íþróttaföt með sér á réttum dögum þá er skipulagið eftirfarandi í sund- og íþróttakennslu. 

     1. - 2. bekkur er í sundi/íþróttir á þriðjudögum og fimmtudögum.

     3. - 4. bekkur er í sundi/íþróttir á mánudögum og miðvikudögum.

     5. - 6. bekkur er í sundi/íþróttir á mánudögum og miðvikudögum.

     7. - 8. bekkur er í sund/íþróttir á þriðjudögum og fimmtudögum.

     9. - 10. bekkur er í sundi/íþróttir á þriðjudögum og miðvikudögum. 

Við minnum á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis, það á alltaf við s.s í ferðum og félagsstarfi. 

Valsárskóli er símalaus skóli og gildir það einnig um útivistardaga.