Félagsmiðstöð

Þá fer starfið að hefjast í félagsmiðstöðinni, smá breytingar eru á tímasetningum frá því í fyrra en þær eru eftirfarandi.

1.- 4. bekkur, alltaf annan mánudag í mánuði kl. 14.30 - 16.00
5.- 7. bekkur, fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl 16.30 - 18.30
8.-10. bekkur, alla miðvikudaga kl 19 - 21

Ég mun senda póst til að minna á, annars eru tímasetningar að finna á mánaðarskipulagi Valsárskóla.
Í póstinum kemur m.a. fram hvað er um að vera hverju sinni og verður einnig hægt að sjá það á mánaðarskipulaginu (eftir september).

Í félagsmiðstöðinni er sjoppa, ágóðann af sjoppunni notar elsti hópurinn til að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að fara á SAMfestinginn í höfuðborginni, sem er uppskeruhátíð félagsmiðstöðvanna.
Eyðsluhámark í sjoppunni er eftirfarandi:

1.-4. bekkur 600 kr.
5.-7. bekkur 1.000 kr.
8.-10.bekkur er ekki með eyðsluhámark, það er samkomulag foreldra og barna að finna út hvað er passlegt.

Ég hlakka til að vinna með krökkunum í vetur, endilega hvetjið þau til að mæta og styrkja félagsleg tengsl, þau kynnast öðurvísi á öðrum vettvangi utan skóla.
https://skolar.svalbardsstrond.is/is/thjonusta/valholl-felagsmidstodin

Kær kveðja,
Anna Louise Júlíusdóttir