Bréf til foreldra í Valsárskóla 13. október 2022

Nú styttist í samtalsdag og haustfrí. Kennarar hafa sett inn námsmat á mentor og er það gert sýnilegt foreldrum og nemendum jafnóðum. Þar er hægt að sjá árangur hvers og eins.  

Miðvikudaginn 19. október er samtalsdagur. Umsjónarkennarar hafa stofnað viðtalstíma í Mentor og þar getið þið valið tímasetningu. Nú erum við að prófa okkur áfram með nemendastýrð samtöl þannig að nemendur munu að mestu útskýra fyrir foreldrum eigið nám, markmið og fleira sem snýr skólastarfinu. Kennarinn verður nemendum til halds og traust og mun taka þátt í samræðunum. Undirbúningur fyrir samtölin er hafin fyrir nokkru og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.    

Fimmtudaginn 20. október og föstudaginn 21. október er haustfrí í Valsárskóla og þá eru kennarar og nemendur í fríi. 

Mánudaginn 24. október er starfsdagur kennara og nemendur í fríi.

Skólastjóri er í vinnu á samtalsdegi, í haustfríi og á starfsdegi og er alltaf tilbúin til skrafs og ráðagerða. 

Vinaborg er opin fyrrnefnda daga fyrir skráð börn.