Haustfundir í námshópum í Valsárskóla

Við minnum á kynningarfund með umsjónarkennurum fimmtudaginn 15. september og kynningu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Tímasetningarnar eru eftirfarandi:

1. - 2. bekkur kl. 16:15
3. - 4. bekkur kl. 17:00
5. - 6. bekkur kl. 17:45
7. - 8. bekkur kl. 18:30
9. - 10. bekkur kl. 19.15                   

Ferðasjóður nemenda mun bjóða upp á veitingasölu og barnagæslu. 

Barnagæsla hefst kl: 16:15 
Veitingasla hefst kl: 16:50

Í boði verður fiskisúpa og brauð á 1.200 kr
Í boði verður fiskisúpa og brauð á 600 kr. fyrir 12. ára og yngri. 
Kaffi og djús er innifalið í verðinu. 

Aðalfundur foreldrafélagsins verður kl. 20:00 í matsalnum.