Krummar í hópastarfi

Í hópastarfi eru Krummar að lesa bókina Jólin koma í byrjendalæsi. Í síðustu viku lásum við Grýlukvæði og lærðum ýmislegt um þessa frægu konu. Einnig lærðum við mörg ný orð t.d. Ferlega, haltur, hamrar, mögur, ófagur, sultarsöngur, fálmaði, fingrahröð, skálmaði, gleið, angaskinn, fuðraði, nötraði, undurgóð, veslings hró, 

Í þessari viku erum við að lesa, syngja, lita og mála kvæðið um jólaköttinn. Í dag lásum við kvæðið og ræddum saman um jólaköttinn. Við lærðum einnig ný orð eins og gríðarstór, glenna, glyrnurnar, kryppa, soltinn, jólasnæ, fátækur, spjör, kjör, böggull, máske. 

Á morgun ætlum við svo að gera einn stóran jólakött saman á blað. 

Hér er smá brot af hljómsveitinni sem myndaðist í dag :) 

Hér er svo lagið sem ég lofaði þeim að segja foreldrum þeirra frá. Þetta fannst þeim skemmtilegt lag.