Í hópastarfi eru Krummar að lesa bókina Jólin koma í byrjendalæsi. Í síðustu viku lásum við Grýlukvæði og lærðum ýmislegt um þessa frægu konu. Einnig lærðum við mörg ný orð t.d. Ferlega, haltur, hamrar, mögur, ófagur, sultarsöngur, fálmaði, fingrahröð, skálmaði, gleið, angaskinn, fuðraði, nötraði, undurgóð, veslings hró,
Í þessari viku erum við að lesa, syngja, lita og mála kvæðið um jólaköttinn. Í dag lásum við kvæðið og ræddum saman um jólaköttinn. Við lærðum einnig ný orð eins og gríðarstór, glenna, glyrnurnar, kryppa, soltinn, jólasnæ, fátækur, spjör, kjör, böggull, máske.
Á morgun ætlum við svo að gera einn stóran jólakött saman á blað.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.