Nú er komið að fjáröflun fyrir styrktarbarn Valsárskóla, hann Abdul, en skólinn hefur undanfarin ár styrkt ABC barnahjálp.
Að þessu sinni ætlum við að baka Subway kökur og selja. Vinnan fer fram í skólanum miðvikudaginn 12. maí og taka allir nemendur þátt í henni. Í framhaldinu verða kökurnar seldar og ykkur stendur til boða að kaupa kökur.
Salan fer fram á þrjá vegu:
Nemendur geta keypt 1 köku í skólanum og borðað t.d. eftir hádegismat.
Kökur eru seldur á heimili nemenda í gegnum pöntunarblað.
Nemendur munu ganga í hús og selja þær kökur sem ganga af.
Hver kaka verður seld á 100 kr.
Þau heimili sem vilja panta kökur er vinsamlega beðin að skrá í þetta form hversu margar kökur þeir óska eftir að kaupa.
Ekki verður hægt að panta fleiri kökur en 10 þar sem við höfum bæði takmarkaðan tíma og efnivið.
Hér er hægt að panta kökur sem nemendur koma með heim á miðvikudaginn. Til að fá afgreiðslu á kökum verða nemendur að koma með pening með sér í skólann. Foreldrar geta einnig haft samband við skólastjóra ef þeir vilja síður að nemendur komi með pening.
Með kveðju úr Valsárskóla
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.