Samtalsdagur og haustfrí í Valsárskóla

Fimmtudaginn 16. október er samtalsdagur í Valsárskóla. Umsjónarkennarar eru þessa dagana að stofna viðtalstíma í Mentor og opnað verður fyrir bókanir þann 3. október. Inn á Mentor getið þið valið tímasetningu fyrir samtölin, ef enginn tími er hentugur er auðvelt að hafa samband við umsjónarkennara og finna annan tíma.

Samtölin verða nemendastýrð líkt og síðustu skólaár. Almenn ánægja er með það fyrirkomulag.  

Skólastjóri er í vinnu á samtalsdegi og á starfsdegi og er alltaf tilbúinn til skrafs og ráðagerða. Iðjuþjálfi og tengiliður farsældar verður í vinnu á samtalsdegi og geta foreldrar hitt á hana.  

Föstudaginn 17. október er starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi. Mánudaginn 20. október og þriðjudaginn 21. október er haustfrí í Valsárskóla og þá eru kennarar og nemendur í fríi.  

Vinaborg er opin fyrrnefnda daga og hafa foreldrar nú þegar fengið rafrænt form til að nota til að skrá börn sín í vistun þessa daga. 

Yfirlit
16. október - samtalsdagur í Valsárskóla og nemendur mæta með foreldrum
17. október - starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi
20. október - haustfrí
21. október - haustfrí