Ólympíuhlaup ÍSÍ verður 1. október

Á morgun, miðvikudaginn 1. október, höldum við í Valsárskóla Ólympíuhlaupið. Við viljum því hvetja nemendur til að koma í þæginlegum fötum og skóbúnaði, sem henta þó veðri, og taka þátt með okkur í hlaupinu.

Ólympíuhlaup ÍSÍ sem hét áður Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.

Verðlaun verða veitt í eftirfarandi flokkum:
Besti pepparinn í einstaklings og bekkjarflokki sem og óvæntasta frammistaðan í einstaklingsflokki.

Leiðin sem við förum á morgun er aðeins með breyttu sniði en hér er leiðarlýsing:

Byrjað á markinu á Æskuvellinum, hlaupið til suðurs niður í gegnum skólalóð og niður Laugartún. Hlaupið út Laugartún og niður Svalbarðseyrarveg að götu sunnan við Hörg, hún hlaupin niður að Sjávargötu. Hlaupið eftir stíg norður og farið yfir Borgartún að brekku upp meðfram Valsá upp að skólalóð. Hlaupið vestur fyrir skólalóð að hringtorgi og upp á Æsluvöll, hann hlaupinn rangsælis, norðurbeygjan tekin til austurs og í markið aftur.