Miðvikudaginn 18. september verða haustundir í námshópum eins og áður hefur komið fram. Klukkan 20:00 verður haldin aðalfundur foreldrafélagsins og eru foreldrar hvattir til að mæta.
Ferðasjóður mun bjóða upp á súpu í Valsárskóla frá kl.17:00 - 20:00 til styrktar ferðasjóðs nemenda.
Verð fyrir súpu:
2000 kr fyrir fullorðna 16 ára og eldri
500 kr fyrir börn
Einnig verður boðið upp á barnapössun fyrir þá sem þurfa á meðan haustfundum stendur.
Verð fyrir barnapössun:
500 kr á barn
Við biðjum fólk að skrá sig með því að senda póst á harpahelg@gmail.com eða skrifa hér í athugasemdum til að geta áætlað magn af súpu og skipuleggja barnapössun