Á fundi skólanefndar 30. maí 2024 var málefni mötuneytis Valsárskóla og Álfaborgar tekið til umræðu. Kom þar fram að mikil aukning hefur verið á séróskum varðandi fæði nemenda skólanna beggja. Það er mikið öryggisatriði að halda vel utan um þau mál og því ákvað skólanefnd á fundi sínum að framvegis skuli foreldrar skila vottorði frá heimilislækni vegna sér óska svo sem ofnæmi, óþols eða annarra þátta.
Allar ákvarðanir varðandi mat mötuneytis skólanna þurfa nú að fara í gegnum skólastjórn okkar, Bryndísi Hafþórsdóttur og Maríu Aðalsteinsdóttur og svara þær fyrirspurnum sem kunna að vakna um málið.
Til að tryggja öryggi þeirra barna sem hafa verið greind með bráðaofnæmi enn frekar mun nesti að heiman ekki vera heimilað. Nestisdagar verða teknir út af sömu ástæðum.
Mikill metnaður hefur verið lagður í að mötuneyti skólanna bjóði upp á fjölbreyttar og næringaríkar máltíðir sem uppfylla þau manneldissjónarmið sem sveitarfélaginu ber að fara eftir. Hafa börn, foreldrar og aðrir verið dugleg að hrósa fyrir hversu vel er staðið að þessum málum og þökkum við fyrir það og höldum áfram að gera enn betur.
Öll viljum við að börnin okkar séu örugg og ánægð í skólastarfi sínu og því vona ég að foreldrar sýni þessum breytingum skilning.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.