Öðruvísi dagar og páskafrí

Segja má að síðustu vikur hafi verið með þónokkuð öðru sniði en við eigum að venjast. Gerðar hafa verið breytingar á starfinu í báðum skólum útfrá tilmælum Almannavarna og aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með hvernig allir hafa lagst á eitt við að mæta þessum breyttu aðstæðum, starfsfólk, nemendur og foreldrar. Við bendum ykkur á facebook síðu skólans en þar höfum við verið að setja inn hlekki á myndir sem teknar hafa verið síðustu daga. Við viljum þakka öllum fyrir öfluga samvinnu í þessu verkefni sem við erum í saman og óskum ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar.