Drullumallað í Álfaborg

Drullumallað í Álfaborg
Drullumallað í Álfaborg

Við í Álfaborg notuðum góða veðrið í gulu viðvöruninni fyrir helgi og enduðum Náttúruþemað okkar með því að opna drullukökubakarí. Það er frábær aðstaða norðan við hús fyrir drullumall og nóg af mold og vatni til þess að búa til dýrindis kökur. Ýmislegt annað úr náttúrunni var líka notað til þess að skreyta og bragðbæta góðgætið en flestir fóru skítugir og sælir heim eftir daginn.

Það eru heldur betur framtíðar bakarar í hópnum og verður gaman að fylgjast með hvað þau búa til næst.