Dagur íslenskrar tungu í Álfaborg

Á sunnudaginn næsta er Dagur íslenskrar tungu og af því tilefni var dagskrá á sal í Valsárskóla þar sem Krummar stigu á stokk með 1. og 2. bekk og voru með söngatriði. Þetta var svo fallegt og flott hjá þeim og þau stóðu sig mjög vel. Krummar voru fyrstir á svið og sátu svo eins og ljós og fylgdust með öðrum nemendum flytja sín atriði. Skemmtileg hefð sem gaman er af :)

Á miðvikudaginn kom Kvistur í heimsókn á skrifstofuna og sungu lag fyrir leikskólastjóra. Mikið sem það gladdi hjarta hennar og börnin sátt og glöð með sig.