Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Valsárskóla í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Haldið var upp á daginn til að minna á mikilvægi íslenskrar tungu, gleðjast og fagna sögu hennar. Dagskrá var í íþróttasalnum og mætti töluverður fjöldi gesta. Kynnar voru þær Dögun og Margrét, nemendur í 8. bekk. Nemendur sungu tvö lög ,Valsárskóla sönginn og Á íslensku má alltaf finna svar. Söngnemendur í Valsárskóla leiddu sönginn undir stjórns Heimis tónlistarkennara.
Allir námshópar komu með atriði sem voru bæði fjölbreytt og skemmtileg. Nemendur í 1. og 2. bekk sungu Krummi svaf í klettagjá. Nemendur í 3. - 4. bekk fóru með Dýraþulur, nemendur í 5. - 6. bekk fóru með gamlar minnisvísur, nemendur í 7. - 8. bekk lásu upp smásögu og nemendur í 9. - 10. bekk sýndum myndband um slangur.
Hér eru fleiri myndir.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.