Góðan og glaðan dag
Í dag var brunaæfing þar sem bæði Valsárskóli og Álfaborg tóku þátt ásamt Ráðhússtarfsfólki. Nýr skólastjóri fékk að spreyta sig á sínu hlutverki ásamt öllum frábæru börnunum í Álfaborg og starfsfólkinu þar. Þetta gekk ótrúlega vel, allir fóru í forstofuna, beint í röð og út á sokkunum, sem var mikið spennandi get ég sagt ykkur :)
Við vorum á góðum tíma að tæma húsið og samvinna mikil hjá öllum sem þýðir að allir stóðu sg frábærlega ;9
Börnin eru greinilega vön slíkum æfingum því þau vissu nákvæmlega hvað átti að gera sem er betra en gott ef upp kemur eldur :)