Breyting á vorhátið og skólaslitum á morgun - mánudagur 3. júní

Nú er veðrið að hafa áhrif á okkur, bæði á hefðbundna vorhátíð og skólaslit. Á morgun mánudag 3. júní var áætluð vorhátíð fyrri hluta dags og skólaslit seinnipartinn. 

Veðurútlit er ekki gott og appelsínugul veðurviðvörun á Norðaustur- og Norðvesturlandi frá og með kl. 17:00 eins og spáin er núna. Lang flest starfsfólk skólans er að fara í námsferð til útlanda og þarf því að komast til Keflavíkur seinni partinn á morgun. Við erum óróleg yfir þessu og viljum ekki taka áhættu á leiðinni suður. Við vonum að þið sýnið þessu skilning.

Við færum dagskrá vordaga að mestu inn fyrir hádegi og hefjum skólaslit á sal kl. 12:30. Það er sterk hefð fyrir okkar skemmtilega vatnsslag en hann verður ekki að þessu sinni vegna aðstæðna og verður þess í stað á haustdögum í upphafi næsti skólaárs. 

Við vitum að þessi breyting getur haft áhrif á mætingu foreldra á skólaslitin en vonumst til að sem flestir komist þrátt fyrir það.
Því miður, vegna þessa alls, verður ekki kaffisala að þessu sinni.