Nú erum við, starfsmenn Álfaborgar, búin að setja fram umgjörð um starfshætti hjá okkur í Álfaborg fyrir næstu tvær vikur, byggðar á reglugerð en þar er kveðið á um þrengingu á samkomutakmörkunum úr 20 niður í 10 fullorðna einstaklinga í sama rými.
Álfaborg og Valsárskóli verða algjörlega aðskildar einingar og því fellur því miður allt samstarf milli skólanna niður, þar á meðal íþróttatímarnir sem áttu að hefjast í þessri viku og börnin var farið að hlakka verulega til.
Hreiður, ungbarnadeildin, verðu alveg í einangrun frá Lundi, eldir deildinni, og munu Hreiðursstarfsmenn nota smíðastofuna sem kaffistofu og verða að öllu leyti sjálfbærar með starfið á Hreiðri. Raggi, húsvörðurinn okkar, er búinn að gera mjög notalega aðstöðu handa þeim með öllum þægindum :)
10 manna samkomutakmarkanir og 2ja metra reglan gilda um allt starfsfólk í báðum þessum sóttvarnarhólfum og verða því allir starfsmenn með grímu allan vinnudaginn, að því gefnu að ekki sé hægt að halda 2ja m. fjarlægðarregluna milli starfsmanna innbyrðis. Börnin eru orðin vön að sjá okkur með grímur því við höfum verið með grímur við vissar aðstæður og líka þegar við tökum á móti börnunum í útidyrunum. Engin grímuskylda verður í útiveru svo við ætlum að reyna að vera eins mikið úti og við getum!
Ég, undirrituð, ætla að halda mig á skrifstofunni í einangrun (vegna undirliggjandi sjúkdóma) og þar verður bannaður aðgangur nema brýn erindi séu og þá bara deildarstjórarnir rétt í dyragættina. Alltaf er hægt að ná í mig í síma 696 1528 og í tölvupósti maggajensa@svalbardsstrond.is og hvet ég ykkur eindregið til að hika ekki við að hafa samband.
Þar sem færra starfsfólk verður að vinna þessar tvær vikur v. Covid og fjölskylduaðstæðna, og fleiri verk bætast á þá sem eru í vinnu, (t.d. allt uppvask þar sem ekki má fara á milli skólanna) hefur verið ákveðið í samráði við sveitarstjóra að leikskólinn opni ekki fyrr en kl. 8:00 á morgnana og við lokum kl. 16:00 til að við náum að manna daginn. Þessi breyting tekur gildi strax 3. nóvember. Þetta er skerðing á opnunartíma um 30 mínútur á dag og verða leikskólagjöld lækkuð í samræmi við það hjá þeim foreldrum sem kaupa þennan hálftíma.
Sömu reglur og áður gilda um forstofurnar og starfsmaður verður í dyrunum frá kl. 8:00-8:30 á morgnana, eftir það þarf að hringja í starfsmann eins og þegar hefur verið reglan.
Með von um að þessar tvær vikur nægi til að hemja þessa óværu með samtakamætti okkar allra - og gangi ykkur sem allra best í baráttunni.
Bestu kveðjur,
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir
Skólastjóri Álfaborgar