Við höfum fengið niðurstöður úr könnuninni Skólapúls þar sem svör nemenda í 6. - 10. bekk í Valsárskóla eru borin saman við svör nemenda í öðrum grunnskólum á Íslandi. Könnunin er gerð árlega meðal nemenda og þess vegna er hægt að sjá þróun milli ára.
Í stuttu máli sýna niðurstöðurnar að svör nemenda Valsárskóla eru sambærileg svörum nemenda í öðrum grunnskólum á Íslandi nema í einum þætti. Nemendur í Valsárskóla telja aga í kennslustundum meiri hér en nemendur nemendur annars staðar og er munurinn tölfræðilega marktækur okkur í vil. Þessi þáttur hefur komið vel út undanfarin og hefur færst í jákvæða átt. Þátturinn er metinn samkvæmt eftirfarandi spurningum sem nemendur svara:
- Kennarinn þarf að bíða lengi eftir því að nemendur róist.
- Nemendur geta ekki unnið vel.
- Nemendur hlusta ekki á það sem kennarinn segir.
- Nemendur byrja ekki að vinna fyrr en langt er liðið á kennslustundina.
- Það er hávaði og óróleiki.
Öllum þessum spurningum svöruðu okkar nemendur á jákvæð hátt og er það mjög ánægjulegt. Þessi svör nemenda eru í samræmi við virkni mælingar sem framkvæmdar voru á síðasta ári í öllum námshópum.

Virkni í skólanum kemur vel út og áhugi á stærðfræði lítilsháttar meiri en í öðrum skólum og nú hefur trú á eigin námsgetu nemenda aukist sem er mjög gleðilegt. Þrautseigja þeirra er aðeins undir landsmeðaltali en hún hefur aukist milli ára.

Líðan og heilsa er mjög svipuð og annars staðar á landinu þó að svör sem tengjast einelti sé fleiri en við viljum sjá. Nemendur á landinu svara spurningum (16,4%) sem tengjast einelti og okkar nemendur svara 12,2%. Nemendur sýna almennt meiri vellíðan en áður en hollusta í mataræði er örlítið minni en annars staðar.
Skóla- og bekkjarandi er sambærilegur og í öðrum skólum og hefur tíðni leiðsagnarmats aukist sem er ánægjulegt að sjá því að við höfum verið að leggja áherslu á það.
Hægt er að skoða allar niðurstöður hér