Síðasta vika var mjög skemmtileg, nemendur fengust við mismunandi verkefni og fóru í styttri ferðir. Við vorum heppin með veður og dagskráin gekk vel.
Yfir árið var skólastarf í Valsárskóla fjölbreytt og í stað þess að telja upp fjölmörg atriði og viðburði sendum við ykkur slóð á myndir sem valdir eru af handahófi úr skólastarfinu í vetur. Myndirnar sýna dæmi úr leik og starfi.
Við sem vinnum í Valsárskóla viljum þakka ykkur foreldrum fyrir gott samstarf á skólaárinu 2020-2021.
Valsárskóli verður settur mánudaginn 23. ágúst kl: 16:00 og þann dag hefst starfsemi í Vinaborg kl: 8:00 fyrir þá sem eru skráðir.
Að lokum vil ég þakka skólasamfélaginu fyrir góðar móttökur en nú er ég búin að starfa við Valsárskóla sem skólastjóri í eitt viðburðaríkt ár.
María Aðalsteinsdóttir
https://photos.app.goo.gl/U664YCMq8MjqKLFQ8