Bréf til foreldra í Valsárskóla 7. október 2021

Við eru kannski ekki alveg sloppin þar sem ég frétti af smiti í gær en vonandi heilsast nemendum og starfsfólki almennt vel og vonandi gengur vel hjá ykkur öllum. Við sendum þeim sem eru veikir góðar kveðjur.

Það er ósk okkar að öll sýni hjá nemendum og fjölskyldum þeirra komi vel út í dag og á morgun, föstudag. Vonandi sleppa þá nær allir úr smitgát og sóttkví bæði nemendur og starfsmenn. Þeir sem greindust með COVID þurfa að vera lengur í einangrun og heimilisfólk e.t.v. í sóttkví. Það er ósk okkar að allir nái heilsu sem fyrst og við sleppum öll við frekari ráðstafanir.

Við óskum eftir því að allir verði vakandi fyrir einkennum og sýni svo kallaða einkennavarúð næstu daga. 

Við stefnum að því að skólahald hefjist með hefðbundnu sniði mánudaginn 11. október og verður ánægjulegt að fá alla aftur í hús. Sýningin í Safnasafninu um veiruna endaði sannarlega á eftirminnilegan hátt.

Við höfum tekið þá ákvörðun að fresta foreldraþingi, sem áætlað var 13. október, til að forðast hópamyndun. Það verður auglýst síðar en við reiknum með að það verði 11. nóvember.