Bréf til foreldra í Valsárskóla 31. ágúst 2021

 

Við þurfum öll að vera vakandi yfir sóttvörnum vegna COVID núna í haust eins og áður.
Mikilvægt er að við pössum öll persónulegar sóttvarnir og förum í sýnatöku ef við höfum grun um smit. Helstu einkenni eru:

  • Hósti
  • Hiti
  • Hálssærindi
  • Kvefeinkenni
  • Andþyngsli
  • Bein- og vöðvaverkir
  • Þreyta
  • Kviðverkir, niðurgangur, uppköst
  • Skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni
  • Höfuðverkur

Nemendur eru beðnir að mæta ekki í skólann ef þeir hafa einkenni sem geta bent til COVID. Það sama gildir um starfsmenn. 

Yfirvöld hafa gefið út reglur varðandi skóla og frístundastarf er varðar smit hjá nemanda eða starfsmanni. Ef sú staða kemur upp hjá okkur er líklegt að töluverður hópur í skólanum, jafnvel allir í skólanum, færi í úrvinnslusóttkví meðan á smitrakningu stæði. Úrvinnslusóttkví stæði lengst einn skóladag. 

Sóttkví
Þegar rakningu er lokið gætu einhverjir nemendur og/eða starfsfólk þurft að fara í sóttkví ef þeir hafa verið í miklu samneyti við viðkomandi. Þeir sem fara í sóttkví og eru í henni 7 daga og fara í próf á 7. degi.  

Smitgát
Aðrir, sem voru í minna samneyti, gætu farið í svo kallaða smitgát og fara þá í hraðpróf á 1. degi og 4 .degi. Þeir mæta í skóla og vinnu. 

Einkennavarúð
Þriðja stigið er einkennavarúð, þar sem lítil eða engin samskipti voru við smitaðan einstakling. Þeir mæta í skóla og vinnu en fylgjast vel með einkennum.