Bréf til foreldra í Valsárskóla 30. apríl 2021

Skólahreysti

Nú er komið að árlegri keppni í skólahreysti. Valsárskóli sendir lið og erum við stolt af okkar fólki.

Keppnin fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 4. maí kl: 20:00-21:00. Keppnin verður sýnd á RÚV í beinni útsendingu. Þar sem áhorfendur eru ekki leyfðir á staðnum geta nemendur og starfsfólk í Valsárskóla ekki farið á keppnina en við hvetjum sem flesta til að fylgjast með í sjónvarpinu.   

Það þarf mikið hugrekki til að vera með í þessari keppni og eiga unglingarnir í Valsárskóla hrós skilið fyrir að taka þátt í þessari erfiðu keppni fyrir allra augum.

Sundkennsla

Frá og með mánudeginum verður sundkennsla í öllum íþróttatímum fram í júní. Vegna þessa þurfa allir nemendur að muna eftir að taka sundföt.
Við höfum fengið Viktor Emil Sigtryggsson til að kenna nemendum sund næstu vikurnar. Viktor Emil er með stúdentspróf og hefur æft og þjálfað sund í mörg ár. Viktor Emil er ekki íþróttakennari en hefur tekið öryggisnámskeið er varðar sundstaði. Gísli verður í klefagæslu drengja og Heiðrún, María og Beta verða í klefagæslu stúlkna. Auk þess verður Gísli í öryggisgæslu meðan sundkennsla fer fram. 

1. - 2. bekkur er í sundi á þriðjudögum og föstudögum. Heiðrún fer í laugina með hópnum. 

3. - 4. bekkur er í sundi á mánudögum og fimmtudögum.

5 - 6. bekkur er í sundi á mánudögum og fimmtudögum

7 - 8. bekkur er í sundi þriðjudögum og fimmtudögum

9. - 10. bekkur er í sundi á þriðjudögum og föstudögum

Skólapeysur

Nú höfum við loksins fengið fréttir af því að skólapeysurnar séu tilbúnar til afgreiðslu. Við látum ykkur vita strax og þær eru komnar í hús. Við hvetjum þá fáu sem eiga eftir að millifæra að klára það sem fyrst.  

Tónlistarnám í Valsárskóla og Álfaborg

Skólanefnd, skólastjórn og sveitarstjórn ákváðu á fundum 12. apríl og 26. apríl að Tónlistarskóli Eyjafjarðar taki við tónlistarkennslu í sveitarfélaginu frá og með 1. ágúst 2021. Þetta á ekki að hafa nein áhrif á daglegt nám þar sem öll tónlistarkennsla mun fara fram í Valsárskóla líkt og áður. Tónlistarskóli Eyjafjarðar mun halda hljóðfærakynningu í maí og starfið verður skipulagt líkt og í Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla og Grenivíkurskóla. Samstarf mun aukast og sjáum við kosti þess að okkar nemendur taki þátt í viðburðum milli skóla. Einnig hafa þeir aukin tækifæri til að velja um fjölbreyttari hljóðfæri en verið hefur. Í þessum samningi felst að það verður tónmenntakennsla í 1. - 4. bekk sem ekki hefur verið. 

Á vef Tónlistarskóla Eyjafjarðar www.tonlist.krummi.is er allar nauðsynlegustu upplýsingar um skólann að finna. Í skólanum kenna uþb 20 kennarar á öll helstu hljóðfæri: 

  • hljómborðshljóðfæri, (píano, orgel, harmoniku), 

  • strengi (fiðlu, lágfiðlu, selló og kontrabassa), 

  • tréblásturs (flautur, klarinett og saxafón) 

  • málmblástur (trompet, básúnur o.fl.),

  • gítar, rafgítar, bassi 

  • slagverk (trommur)

  • söngur

Það er opið nú þegar fyrir innritun og um að gera að skrá nemendur sem fyrst . Hér er hlekkur á innritunina:

http://tonlist.krummi.is/?page_id=835

Fyrirspurnir má senda á póstfangið te@krummi.is eða hringja í skólann í síma 4648110 eða í síma skólastjóra 8980525.