Miðvikudaginn 10. nóvember kl: 17:15 - 18:30 verður haldið foreldraþing í Valsárskóla.
Foreldraþing er haldið til að fá fram sjónarmið og hugmyndir ykkar varðandi skólastarfið þannig þið getið haft meiri áhrif um ýmis mál er snerta starfið. Stefnan er að hafa foreldraþing árlegan viðburð í skólastarfinu héðan í frá.
Fyrirkomulagið verður þannig að við skiptum fundartímanum niður í nokkur umræðutímabil. Við verðum með nokkur málefni og hver fundargestur velur sér þau málefni sem hann hefur mestan áhuga á að ræða. Við lok hverrar umræðu verður stutt samantekt.
Dæmi um umræðuefni:
Ef þið hafið tillögur að umræðuefni væri frábært að fá þær t.d. með símtali eða tölvupósti í síðasta lagi mánudaginn 8. nóvember.
Hlökkum til að hitta ykkur, með kveðju úr Valsárskóla
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.