Bréf til foreldra í Valsárskóla 3. nóvember 2021

Miðvikudaginn 10. nóvember kl: 17:15 - 18:30 verður haldið foreldraþing í Valsárskóla. 

Foreldraþing er haldið til að fá fram sjónarmið og hugmyndir ykkar varðandi skólastarfið þannig þið getið haft meiri áhrif um ýmis mál er snerta starfið. Stefnan er að hafa foreldraþing árlegan viðburð í skólastarfinu héðan í frá.

Fyrirkomulagið verður þannig að við skiptum fundartímanum niður í nokkur umræðutímabil. Við verðum með nokkur málefni og hver fundargestur velur sér þau málefni sem hann hefur mestan áhuga á að ræða. Við lok hverrar umræðu verður stutt samantekt.

Dæmi um umræðuefni:

  • Sturtuferðir eftir íþróttatíma
  • Heimanám
  • Stefna skólans 
  • Upplýsingagjöf til foreldra
  • Síma- og netnotkun í skóla

Ef þið hafið tillögur að umræðuefni væri frábært að fá þær t.d. með símtali eða tölvupósti í síðasta lagi mánudaginn 8. nóvember.

Hlökkum til að hitta ykkur, með kveðju úr Valsárskóla