Bréf til foreldra í Valsárskóla 3. janúar 2022

Nám og kennsla í Valsárskóla hefst eftir jólafrí á morgun þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu. 

Við störfum eftir reglugerð sem gildir til 12. janúar um sóttvarnir, þar er sama í gildi varðandi skóla og var fyrir jólafrí. Eins og staðan er í dag þá eru tveir starfsmenn Valsárskóla í einangrun og einn nemandi, auk tveggja kennara sem eru áfram í veikindaleyfi. Við þurfum því eitthvað að hagræða námi og kennslu næstu daga án þess að fella niður nokkra kennslu að óbreyttu.

Staðan á faraldrinum í sveitarfélaginu er metin á hverjum morgni á stöðufundum og getum við þurft að bregðast við með stuttum fyrirvara ef fleiri nemendur eða starfsfólk lenda í sóttkví eða einangrun. Við munum gera allt til að halda skólanum gangandi og upplýsum ykkur jafnóðum.

Ákveðið var á stöðufundi í morgun að fella niður félagsmiðstöð í þessari viku og allar æfingar í húsinu s.s. blak og fleira.

Árshátíð Valsárskóla, sem fyrirhuguð var 27. janúar, verður frestað um óákveðinn tíma með von um að samkomutakmarkanir verði okkur í hag þegar líður á veturinn.