Lífið gengur sinn vanagang hér í Valsárskóla. Það hefur verið nokkuð um veikindi þó að engin nemandi eða starfsmaður hafi greinst með COVID svo vitað sé. Við vitum að veiran er að ferðinni hér allt í kring en vonum það besta. Við skömmtum allan mat og pössum sóttvarnir þó að það sé farið að slaka á sóttvörnum í skólum, sóttvörnum almennt og fleiri tilslakanir boðaðar.
Það var tekin upp umfjöllun um mötuneytið í síðustu viku og verður það efni sýnt á sjónvarpsstöðinni N4 þriðjudaginn 8. febrúar. Það verður spennandi að sjá þá umfjöllun en mötuneytið okkar sem er einstakt er varðar gæði, fjölbreytni og er auk þess gjaldfrjálst.
Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir, mastersnemi í iðjuþjálfun í HÍ, hefur óskað eftir að gera vettvangsathugun í Valsárskóla á næstu dögum. Verkefnið felst í því að meta vettvang og gera athugun á umhverfi og starfsemi út frá sjónarhorni iðjuþjálfa. Ekkert verður skráð eða myndað sem hægt er að rekja til nemenda eða starfsfólk. Vinsamlega látið skólastjóra vita ef þið hafið athugasemdir við verkefnið.
Viktor Emil, sem hefur verið leiðbeinandi hjá okkur í sundi og íþróttum síðasta vor og í vetur mun hætta hjá okkur á morgun. Við höfum fengið Jóhönnu Þorgilsdóttur til að starfa hjá okkur sem leiðbeinanda um óákveðinn tíma. Jóhanna er í Háskólanum á Akureyri að læra sjávarútvegsfræði, hefur tekið öryggisnámskeið sundstaða, hefur áhuga á íþróttum og stundar sjálf íþróttir. Jóhanna mun sjá um íþróttir í öllum námshópum.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.