Bréf til foreldra í Valsárskóla 3. apríl 2021

 

Nú er komin reglugerðu um skólastarf í grunnskólum sem gildir til 15. apríl. Hún hefur lítil áhrif á daglegt skólastarf í Valsárskóla þar sem nemendur eru ekki yfir 50 og starfsmenn ekki yfir 20. Við getum haldið uppi eðlilegu skólastarfi og hefst skólinn samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 6. apríl. 

Nemendur þurfa ekki að hafa grímur en starfsfólk mun þurfa að vera með grímur ef það getur ekki haldið 2 m fjarlægt frá nemendum og samstarfsfólki. Allar heimsóknir foreldra og gesta í skólann eru takmarkaðar en þeir sem eiga brýnt erindi þurfa að vera með grímu.

Vinaborg, tónlistarskólinn og félagsmiðstöðin mun starfa í skólanum. 

Við höfum ekki tölu á þeim reglugerðum sem við höfum starfað eftir á þessu skólaári. Við getum þó glaðst yfir því hvað við höfum geta haldið uppi mikilli starfsemi þrátt fyrir ýmsar takmarkanir.