Ágætu foreldrar og forráðamenn
Þetta verður eftirminnileg hrekkjavaka hér í Valsárskóla. Það safnaðist vatn í loftræstikerfið og hitari fór að leka. Það flæddi vatn niður í kennslustofu og ganginn og niður á næstu hæð. Það er engin hætta á ferðum en eitthvert tjón. Við fengum aðstoð frá Slökkviliði Akureyrar og lögreglan mætti til að skrá atvikið. Við erum búin að fá pípulagningamann til að vinna með okkur og tilkynna tjónið til tryggingafélags.
Engin hætta er á ferðum en auðvitað er nokkur spenna í nemendum enda ekki á hverjum degi sem við fáum bæði slökkvilið og lögreglu í heimsókn.
Við tókum hlé í dagskrá hrekkjavökuhátíðar en erum byrjuð aftur. Við erum búin að fá vatn aftur á húsið þannig að við getum tryggt sóttvarnir.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.