Bréf til foreldra í Valsárskóla 29. ágúst 2022

 

Á morgun, þriðjudaginn 30. ágúst, verður útivistardagur sem við frestuðum í síðustu viku. Veðurspá er hagstæð og hlökkum við til að fara í fjallgöngu. 

Allir nemendur og starfsfólk fara í Öxnadal með rútu og þaðan göngum við upp að Hraunsvatni. Nemendur þurfa að vera með bakpoka/tösku undir nesti sem þeir fá í skólanum og í viðeigandi klæðnaði. Ekki er gert ráð fyrir veiði í vatninu að þessu sinni. Símanotkun er ekki leyfð nema til myndatöku í ferðinni.   

Við hefjum daginn á því að nemendur hitta umsjónarkennara í stofu. Við förum svo snemma í morgunmat og nemendur fá nesti í töskur/bakpoka. Við förum svo í ferðina og endum daginn í skólanum fyrir 14:00. Klukkan 14:00 fara skráðir nemendur í Vinaborg og aðrir heim, skólabílinn fer 14:10.

Ekki verður annar hádegismatur í skólanum þar sem nemendur borða nesti í ferðinni.