Bréf til foreldra í Valsárskóla 28. september 2021

Ágætu foreldrar

Við fáum óvænta heimsókn á morgun, miðvikudaginn 29. september. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætla að koma á Safnasafnið og skoða sýninguna Tímahylkið kl: 10:15. 

Vegna þessarar heimsóknar munu einhverjar kennslustundir og frímínútur færast til. 

Allir nemendur munu fara með sínum umsjónarkennara upp í Safnasafn kl. 10:00 og þar munum við taka á móti forsetanum sem mun líklega stoppa í um 45 - 60 mín. Dagskráin verður ekki mjög formleg en fulltrúar nemenda munu sýna forsetanum sýninguna og hann mun ganga um og spjalla við nemendur og aðra gesti. Foreldrum er velkomið að vera með okkur þessa stund.

Við erum stolt og glöð að fá forsetann til okkar og er reiknað með myndatökum og jafnvel einhverjum fjölmiðlum. Ef foreldrar vilja ekki að sitt barna verði myndað eða að það verði hugsanlega tala við það af fjölmiðlafólki eru þeir vinsamlega beðnir að láta skólastjóra vita.