Á morgun, föstudaginn 29. október, höfum við hrekkjavökuhátið í Valsárskóla eins og hefð hefur verið fyrir.
Nemendur í 8. - 10. bekk eru að undirbúa draugagang sem bekkirnir fara í gegnum með leiðsögn. Tekið skal fram að nemendur sem ekki vilja fara í gegnum ganginn þurfa þess alls ekki. Auk þess bjóða unglingarnir upp á ljósagang fyrir þá sem vilja, þá er öll ljós kveikt og farið varlegar en með hinum hópnum. Nemendur skreyta stofurnar og munu nemendur í 5. - 7. bekk taka þátt í graskerskeppni svo eitthvað sé nefnt. Það verður ekki hefðbundin kennsla þennan dag t.d. ekki íþróttir.
Við hvetjum alla nemendur til að koma í búningum á morgun.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.