Bréf til foreldra í Valsárskóla 28. október 2021

Á morgun, föstudaginn 29. október, höfum við hrekkjavökuhátið í Valsárskóla eins og hefð hefur verið fyrir. 

Nemendur í 8. - 10. bekk eru að undirbúa draugagang sem bekkirnir fara í gegnum með leiðsögn. Tekið skal fram að nemendur sem ekki vilja fara í gegnum ganginn þurfa þess alls ekki. Auk þess bjóða unglingarnir upp á ljósagang fyrir þá sem vilja, þá er öll ljós kveikt og farið varlegar en með hinum hópnum. Nemendur skreyta stofurnar og munu nemendur í 5. - 7. bekk taka þátt í graskerskeppni svo eitthvað sé nefnt. Það verður ekki hefðbundin kennsla þennan dag t.d. ekki íþróttir.

Við hvetjum alla nemendur til að koma í búningum á morgun.