Grunnskólinn lokar frá og með 25. mars 2021

Nú er komið í ljós að hertar reglur taka gildi um miðnætti. Öllum grunnskólum verður lokað frá og með miðnætti í kvöld. Nemendur mæta ekki í skólann á morgun fimmtudag og föstudaginn. Öll starfsemi á vegum grunnskólans er lokuð s.s. Vinaborg, félagsmiðstöð og tónlistarskólinn til 6. apríl. Það verður ekki fjarnám þá tvo daga sem eru fram að páskafrí en  við hvetjum alla til að lesa og njóta þess að vera saman. Eftir það tekur við páskafrí. Skólastarf hefst samkvæmt skóladagatali þriðjudaginn 6. apríl og við munum senda ykkur upplýsingar ef eitthvað breytist.

Allar æfingar, veislur og fundir verða ekki í skólanum þangað til annað kemur í ljós. 

 Starfsfólk Valsárskóla sendir ykkur páskakveðjur og við hvetjum ykkur til að fara varlega og fylgjast með upplýsingum í fjölmiðlum.