Bréf til foreldra í Valsárskóla 23. febrúar - skíðaferð

Miðvikudaginn 3. mars ætlum við að hafa útivistardag uppi í Hlíðarfjalli fyrir alla nemendur Valsárskóla ásamt Stórutjarnaskóli og Grenivíkurskóla.
Nemendur mæta á hefðbundnum tíma og áætlað er að rútan fari frá skólanum kl. 9.15 og þá verðum við tilbúin að skíða þegar lyfturnar opna kl.10:00.  

Skólinn leigir skíði/bretti fyrir þá nemendur í 3.-10. bekk sem foreldrar óska eftir í könnun sem er hér að neðan.

Þeir sem yngri eru, eru vanir að fara á skíði og eiga sinn eigin útbúnað geta skíðað í brekkunum. Aðrir verða að koma með sleða eða þotur og leika sér í brekkunum eða rölta um svæðið. Allir sem ætla að renna sér, hvort sem er á skíðum eða sleða verða að vera með hjálm í fjallinu.

Allir fá morgunmat áður en lagt er af stað og um 12:00 fá allir samloku, kakó og ávexti. Ekki verður annar hádegismatur í skólanum þennan dag. Yngri nemendur koma seinna heim þennan dag þar sem við notum lyfturnar til 13:00 og leggjum svo af stað heim. Skólabíll fer á hefðbundnum tíma eða 14:10.

Eins og staðan er í dag verður ekki hægt að fá að verða eftir í fjallinu vegna COVID takmarkana.