Bréf til foreldra í Valsárskóla 23. ágúst 2021

Í dag, 23. ágúst, er skólasetning á sparkvellinum kl. 16:00. Þangað eru allir nemendur og foreldrar velkomnir. Dagskráin er eftirfarandi:

  • Skólastjóri setur skólann
  • Nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara á merktum stöðum á sparkvelli
  • Veitingasala ferðasjóðs
    • Grilluð pylsa kostar 400 kr.
    • Drykkur kostar 200 kr.

24. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera með bakpoka/tösku undir nesti og í viðeigandi klæðnaði. Gott er að hafa með sér auka sokka og handklæði. Nemendur í 1. - 6. bekk fara á Hamra þannig að gott er að hafa auka föt þar sem gera má ráð fyrir einhverju sulli. 7. - 8. bekkur fer í útivist og sund og þurfa þess vegna sundföt og 9. - 10. bekkur fer í friðlandið í Svarfaðardal. 

  • kl: 8:05 nemendur hitta umsjónarkennara í stofum
  • Morgunmatur í matsal
  • Nemendur fá nesti í sína tösku/bakpoka
  • Farið í ferðir
  • Skóla lýkur kl: 13:00, skólabíll fer kl: 13:10 frá Valsárskóla
  • Skráðir nemendur fara í Vinaborg.

25. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera með bakpoka/tösku undir nesti og í viðeigandi klæðnaði. Gott er að hafa með sér auka sokka og handklæði. Allir nemendur fara í Stórutjarnir og þaðan göngum við upp að Nýphólstjörn. Við göngum í kringum tjörnina og höfum fengið leyfi fyrir bæði berjamó og veiði. Þannig geta nemendur haft með sér veiðistangir og ílát fyrir ber. 

  • Kl. 8:05 Nemendur hitta umsjónarkennara í stofum
  • Morgunmatur í matsal
  • Nemendur fá nesti í sína tösku/bakpoka
  • Farið í ferð
  • Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl.13:10 frá Valsárskóla
  • Skráðir nemendur fara í Vinaborg

Fimmtudaginn 26. ágúst hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá.

Til að allir séu með sundföt með sér á réttum dögum þá er skipulagið eftirfarandi í sundkennslu

1. - 2. bekkur er í sundi á mánudögum og föstudögum
3. - 4. bekkur er í sundi á þriðjudögum og föstudögum
5. - 6. bekkur er í sundi á þriðjudögum og fimmtudögum
7. - 8. bekkur er í sund á mánudögum og fimmtudögum
9. - 10. bekkur er í sundi á þriðjudögum og fimmtudögum

Við minnum á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis, það á alltaf við s.s í ferðum og félagsstarfi.