Nám og kennsla í Valsárskóla gengur sinn vanagang. Í dag eru engir nemendur eða starfsfólk í sóttkví, smitgát eða einangrun svo vitað sé. Við störfum núna eftir reglugerð sem gildir til 2. febrúar. Því fylgir að allt starfsfólk er vinnur með grímur, við skömmtum allan mat og fleira er gert til að forðast smit.
Búið er að uppfæra bæði viðbragðs- og aðgerðaáætlun sveitarfélagsins vegna COVID. Hægt er að skoða þær hér: https://www.svalbardsstrond.is/is/mannlifid/frettir/category/1/uppfaerdar-vidbragds-og-adgerdaraaetlanir-svalbardsstrandarhrepps
Þriðjudaginn 25. janúar verður sjónvarpsfólk hér í skólanum á vegum sjónvarpsstöðvarinnar N4 sem ætlar að fjalla um mötuneyti Valsárskóla og Álfaborgar. Við erum ákaflega stolt af mötuneytinu okkar alla dag, þennan dag verður bekkjar matur og auk þess er maturinn í skólunum okkar gjaldfrjáls. Þannig að það er ýmislegt sem hægt verður að fjalla um.
Við vinnu á umfjölluninni gæti verið talað við einhverja nemendur og fleiri gætu sést í mynd. Vinsamlega látið skólastjóra vita í tíma ef þið viljið ekki að ykkar börn sjáist í mynd eða að talað verði við þau.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.