Bréf til foreldra í Valsárskóla 21. febrúar 2022

Staðan á COVID
Ekki hafa komið upp ný COVID smit meðal nemenda í Valsárskóla sem við vitum um. Flestir nemendur eru komnir aftur í skólann og nokkuð hressir. Eins og staðan er í dag þá eru fjórir nemendur í einangrun og einn starfsmaður frá vegna smita í fjölskyldu.

Vetrarfrí og samtalsdagur í Valsárskóla
Mánudaginn 28. febrúar verður samtalsdagur í Valsárskóla. Umsjónarkennarar hafa stofnað samtalstíma fyrir foreldra og nemendur í Mentor. Þar er hægt að velja sér tíma og skrá hvernig samtali er óskað eftir. Hægt er að velja að koma í skólann, fá símtal eða myndsímtal. Ef enginn tími er hentugur er auðvelt að hafa samband við umsjónarkennara og finna hentugan tíma. 

Við minnum á að alltaf er hægt að hringja eða senda tölvupóst á skólastjóra og/eða fá samtal nánast hvenær sem er. Einnig er hægt að panta samtal, eða senda tölvupóst á náms- og starfsráðgjafa sem er í Valsárskóla alla miðvikudaga. 

Þriðjudaginn 1. mars er náms- og starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi.
Síðan tekur við vetrarfrí 2. - 4. mars. Þess má geta að 2. mars er öskudagur.

Vinaborg
Alla fyrrnefnda daga er hægt að skrá nemendur úr 1. - 4. bekk í Vinaborg og er hér slóð á rafrænt skráningarform fyrir foreldra. Hægt er að vera í Vinaborg heila daga og hluta úr degi.