Bréf til foreldra í Valsárskóla 3. október 2021

Nú er komin upp sú staða að það eru staðfest þrjú COVID smit meðal nemenda í Valsárskóla. Auk þess eru 7 nemendur komnir í sóttkví og 9 starfsmenn. Smitin geta hafa dreifst þar sem nemendur sem eru smitaðir eru bæði í Vinaborg, skólabíl og sameiginlegum verk- og listgreinum. 

Eftir samráð við rakningateymið, þar sem lögð var áhersla á að við myndum stíga fast niður, þá var ákveðið að loka skólanum í 5 daga.

  • Nemendur í 7. - 10. bekk fara allir í sóttkví. Þeir eru í sóttkví í 7 daga og fara í próf á 7. degi. Skólastjóri mun skrá nemendur í sóttkví hjá smitrakningarteyminu.

  • Nemendur í 3. - 4. bekk fara allir í sóttkví. Þeir eru í sóttkví í 7 daga og fara í próf á 7. degi. Skólastjóri mun skrá nemendur í sóttkví hjá smitrakningarteyminu. 

  • Nemendur í 5. - 6. bekk verða í smitgát og fara í hraðapróf á 1. degi og 4. degi. Þeir mæta ekki í skólann. 

  • Nemendur í 1. - 2. bekk verða í smitgát og fara í hraðapróf á 1. og 4. degi. Þeir mæta ekki í skólann. 

Vinsamlega verið dugleg að láta skólastjóra vita hvernig allt gengur og ef fleiri smit koma upp. Við vonum að öllum heilsist sem best og við komumst fyrir þetta smit sem fyrst. 

Þannig verður ekki kennsla í Valsárskóla 4. - 8. október og þar með ekki kennslu í Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Valsárskóla, ekkert starf í Vinaborg eða opið hús í félagsmiðstöð eða annað íþróttastarf. 

Það er okkar von að með þessum aðgerðum séum við að stöðva frekara smit. Við óskum eftir því að foreldrar sendi börn sín ekki á íþróttaæfingar til Akureyrar eða í félagsstarf jafnvel þó að þeir sé ekki í sóttkví og hvetju þá sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku.