Mánudaginn 22. ágúst, er skólasetning í íþróttahúsinu kl. 16:15. Þangað eru allir nemendur og foreldrar velkomnir.
Dagskráin er eftirfarandi:
24. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera í viðeigandi klæðnaði til útivistar. Nemendur í 1. - 6. bekk verð hér í nágrenninu á stöðvum, í leikjum og fleira og borða bæði morgunmat og hádegismat á hefðbundnum tíma. Nemendur í 7. - 10. bekk fara í ferðir og taka með sér nesti.
Skóla lýkur kl. 13:00, skólabíll fer kl. 13:10 frá Valsárskóla. Skráðir nemendur fara í Vinaborg.
25. ágúst - útivistardagur
Nemendur þurfa að vera með bakpoka/tösku undir nesti og í viðeigandi klæðnaði. Allir nemendur fara í Öxnadal með rútu og þaðan göngum við upp að Hraunsvatni. Við hefjum daginn á því að nemendur hitta umsjónarkennara í stofu. Við förum svo snemma í morgunmat og nemendur fá nesti í töskur/bakpoka. Við förum svo í ferðina og lýkur skóla kl. 13:00, skólabíll fer kl.13:10 frá Valsárskóla og skráðir nemendur fara í Vinaborg og aðrir heim. Ekki verður annar hádegismatur í skólanum þar sem nemendur borða nesti í ferðinni.
Ef veður verður óhagstætt þá munum við líklega fresta ferðinni og fara síðar. Þá verður kennt samkvæmt stundaskrá.
Fimmtudaginn 26. ágúst hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá.
Til að allir séu með sundföt með sér á réttum dögum þá er skipulagið eftirfarandi í sundkennslu.
1. - 2. bekkur er í sundi á þriðjudögum og fimmtudögum
3. - 4. bekkur er í sundi á þriðjudögum og fimmtudögum
5. - 6. bekkur er í sundi á mánudögum og fimmtudögum
7. - 8. bekkur er í sund á mánudögum og miðvikudögum
9. - 10. bekkur er í sundi á mánudögum og miðvikudögum
Við minnum á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis, það á alltaf við s.s í ferðum og félagsstarfi.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.