Nú hafa verið gerðar einhverjar breytingar á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Þessar breytingar eru þó þannig að við verðum áfram að hafa skólanum skipt niður í þrjú hólf þar sem leyfilegur fjöldi starfsmanna og nemenda er sá sami og áður.
Breytingin er að nemendur í 5. - 6. bekk þurfa ekki lengur að vera með grímur í skólastarfinu og ekki starfsfólk sem kennir og vinnur með nemendum í 1. - 6. bekk.
Nemendur og starfsfólk í 7. - 10. bekk verða áfram með grímur á sameiginlegum svæðum og þar sem þeir ná ekki 2 m millibili. Við getum ekki tekið upp valgreinar á unglingastigi eða íþróttakennslu þar sem þá þyrftu bæði nemendur og kennarar að fara á milli hólfa sem ekki má. Í stað íþróttakennslu leggjum við áherslu á hreyfingu úti við, sérstaklega í 1. - 6. bekk.
Við munum halda skólastarfinu áfram í hólfum frá 8:05-13:00 alla daga til 1. desember en þá á að koma ný reglugerð.
Með kveðju, starfsfólk Valsárskóla
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.