Bréf til foreldra í Valsárskóla 18. ágúst 2021

 

Nú styttist í nýtt skólaár og erum við spennt að fá nemendur í hús. Þessa dagana erum við að undirbúa skólastarfið ásamt sí- og endurmenntun. 

Reglur frá yfiröldum er varðar COVID-19
Við héldum að þetta skólaár yrði nokkuð COVID frítt en nokkur óvissa er enn í gangi. Foreldrar sem eiga erindi í skólann þurfa að fara eftir 1 m reglunni og/eða nota grímu og eru vinsamlega beðnir að koma ekki í skólann nema eiga þangað erindi. Við viljum að sjálfsögðu vera í góðu sambandi við ykkur og getum notað til þess síma og tölvur.  

Skólasetning 
Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst kl. 16:00. Í þetta skiptið verður hún úti og munum við safnast saman á sparkvellinum austan við Valsárskóla. Við veljum að setja skólann úti til að forðast smit vegna COVID eins og kostur er. Ekki verður mikið um ræðuhöld en skólastjóri mun bjóða alla velkomna og setja skólann. Umsjónarkennarar munu hitta sína hópa í óformlegu spjalli. Ferðasjóður nemenda er að skoða möguleika á veitingasölu. Við hlökkum til að hitta ykkur og vonumst til að sjá sem flesta.     

Skólabyrjun
Skólinn hefst með haust- og útivistardögum þriðjudaginn 24. ágúst og munum við verða sem mest úti með nemendum þriðjudag og miðvikudag. Gott er að nemendur hugi að því vera klæddir eftir veðri. Þá tvo daga er skóla lokið kl: 13:00. Hefðbundið skólastarf hefst svo fimmtudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá. Þann dag hefst einnig sundkennsla. 

Sundkennsla
Venju samkvæmt verður sundkennsla frá og með 26. ágúst til 15. október í öllum íþróttatímum. Þar sem íþróttakennarinn okkar er í veikindaleyfi höfum við fengið Viktor Emil til að sjá um sundkennsluna. Hann var hjá okkur í vor og hefur æft og þjálfað sund með Sundfélaginu Óðni, vinnur í Sundlaug Akureyrar og hefur tekið öryggisnámskeið. Þess má geta að fjórir starfsmenn Valsárskóla fóru á laugargæslunámskeið í vor.

Skólabíllinn
Áætlun fyrir skólabílinn er klár og verður send á þau heimili sem nýta bílinn í vikunni. Sú áætlun fer líka á heimasíðu skólans en gæti verið uppfærð eftir 1-2 vikur ef tímasetningar passa ekki. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef þið sjáið að áætlunin gangi ekki upp. 

Vinaborg
Vinaborg hefur starfsemi mánudaginn 23. ágúst og er opin allan þann dag. Eftir það verður hún opin eftir kennslu til 16:15. Allir þeir sem ætla að nýta Vinaborg eru hvattir til að skrá sín börn í gegnum heimasíðu skólans, senda tölvupóst eða hringja í Gísla, umsjónarmann Vinaborgar í síma 8324530. Öll heimili nemenda í 1. - 4. bekk fá tölvupóst með nánari upplýsingum um Vinaborg og starfið þar á næstu dögum. 

https://skolar.svalbardsstrond.is/is/valsarskoli/umsokn-um-vistun-i-vinaborg

Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Stjórnendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar komu hér í síðustu viku til að skipuleggja starfið og allir tónlistarkennararnir koma síðan hér á föstudaginn og hitta umsjónarkennara. Kennslan fer þannig fram að sumir nemendur fara úr kennslustundum í tónlistartíma, aðrir úr Vinaborg og enn aðrir fara eftir kennslu í Valsárskóla. Tekið er tillit til nemenda sem nota skólabíl. Skipulagið er þannig að þeir sem fara úr hefðbundnum kennslustundum fara ekki alltaf úr sömu kennslustund en eru alltaf í tónlistarnámi á sömu vikudögum. Þannig fer nemandi sem er til dæmis að spila á gítar alltaf í tíma á miðvikudegi en stundum í fyrsta tíma, í næstu viku í öðrum tíma og í þeirri þriðju e.t.v. í fjórða tíma. 

Tónmenntakennsla í Valsárskóla
Tónmenntakennsla verður á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar í 1. - 2. bekk og 3. - 4. bekk auk forskóla fyrir elsta árganginn í Álfaborg. Þannig er komið til móts við markmið Aðalnámskrá grunnskóla um tónlistarkennslu fyrir nemendur.  

Skóladagatal
Skóladagatal Valsárskóla er aðgengilegt á heimasíðu skólans og þar eru einnig upplýsingar um skólann. Öll heimili fengu skóladagatal í vor, ásamt skýringum, og hvetjum við ykkur til að hafa það við hendina. Ef það hefur glatast getið þið fengið nýtt. 

https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Skoladagatal/skoladagatal-2021-2022-valsarskoli-samthykkt-12.-april.xlsx-skoladagatal.pdf 

Við hvetjum ykkur til að vera í sambandi við umsjónarkennarann, skólastjóra og annað starfsfólk ef eitthvað er óljóst. Við sem erum innvígð í skólastarfið sjáum ekki alltaf hvaða upplýsingar vantar. Þægilegt er að senda tölvupóst eða hringja í skólann.

Starfsfólk Valsárskóla skólaárið 2021-2022 er:

Starfsmaður

Starf

Neftfang

Ásrún Aðalsteinsdóttir

kennari

run@svalbardsstrond.is

Anna Louise Júlíusdóttir

stuðningsfulltrúi

annalouise@svalbardsstrond.is

Bjarney Vala Steingrímsdóttir

skólaliði

eyja@svalbardsstrond.is

Bryndís Hafþórsdóttir 

umsjónarkennari

3. - 4. bekk 

bryndis@svalbardsstrond.is

Brynhildur Smáradóttir

hjúkrunarfræðingur 

brynhildur@akmennt.is

Einar Bjarki Sigurjónsson

kennari

einar@svalbardsstond.is

Elísabet Inga Ásgrímsdóttir

stuðningsfulltrúi

elisabet.inga@svalbardsstrond.is

Gísli Arnarsson 

gæsla og umsjón með Vinaborg 

gisli@svalbardsstrond.is

Guðfinna Steingrímsdóttir

umsjónarkennari 

1. - 2. bekk 

gudfinna@svalbardsstrond.isHarpa Helgadóttir kennari 

harpa@svalbardsstrond.is

Heiða Jónasdóttir 

matráður

heida@svalbardsstrond.is

Heiðrún Hermannsdóttir Beck

ritari, stuðningur og gæsla

heidrun@svalbardsstrond.is

Helgi Viðar Tryggvason

umsjónarkennari 

9. - 10. bekk 

helgiv@svalbardsstrond.is

Tinna Dagbjartsdóttir

umsjónarmaður félagsmiðstöðvar

tinna@svalbardsstrond.is

Tómas Ingi Jónsson

umsjónarmaður fasteigna

tomas@svalbardsstrond.is

María Aðalsteinsdóttir

skólastjóri og kennari

maria@svalbardsstrond.is

María Sigurlaug Jónsdóttir

kokkur og matráður

maria.sigurlaug@svalbardsstrond.is

Sigrún Rósa Kjartansdóttir

umsjónarkennari

5. - 6. bekk

sigrun@svalbardsstrond.is

Svala Einarsdóttir

umsjónarkennari

7. - 8. bekk

og staðgengill skólastjóra

svala@svalbardsstrond.is

Viktor Emil Sigtryggsson

Leiðbeinandi í sundi

 

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttirnáms- og starfsráðgjafi

thl@akmennt.is