Bréf til foreldra í Valsárskóla 16. desember 2021

Það hefur sannarlega verið notalegt að vera í skólanum þessa dagana. Miðvikudag og fimmtudag hefur jólaandinn verið ríkjandi í Valsárskóla. Nemendur hafa t.d. spilað félagsvist, farið í Tarsanleik, búið til konfekt, kókoskúlur, farið í slökun, spilað púkk, lært að brjóta servíettur, perlað jólaskraut, smíðað jólaskraut, búið til jólaskraut með leir og margt fleira. Jólatréð er komið upp og settu allir nemendur a.m.k. eitt skraut á tréð í dag. 


Í dag fengum við pólskan jólamat sem María og Alla í eldhúsinu undirbjuggu af fagmennsku. Maturinn í mötuneyti Valsárskóla er góður alla daga og fjölbreyttur og getum við virkilega verið virkilega ánægð með það. 

Það eru forréttindi að vinna í Valsárskóla og finna, heyra og sjá hvað allir nemendur og starfsfólk er samtaka um að gera allt sem best. 

Á morgun, föstudag, verða litlu-jólin með góðum mat, dans og söng en fyrst og fremst góðum félagsskap. Dagurinn verður tvískiptur, fyrst til 12:00 og svo frá 17:00 og endum á milli 19:30-20:00.

Við í Valsárskóla sendum jólakveðjur á öll heimili og óskir um gleðilegt ár um leið og við þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Hér er slóð á myndir frá síðustu dögum

https://photos.app.goo.gl/ZAHzPhw6GrEzPc8E9