Nú styttist í samtalsdag og haustfrí. Kennarar eru að setja inn námsmat á mentor og er það gert sýnilegt foreldrum jafnóðum. Þar er hægt að sjá árangur hvers og eins.
Þriðjudaginn 19. október er samtalsdagur. Umsjónarkennarar hafa stofnað viðtalstíma í Mentor og þar getið þið valið tímasetningu og skráð í athugasemdir hvernig form þið viljið á samtalinu. Hægt er að velja um þrennslags form:
Umsjónarkennari hringi í ykkur á ákveðnum tíma.
Umsjónarkennari stofnar fjarfund með ykkur á ákveðnum tíma.
Þið og nemandi mæta í samtal við umsjónarkennara í Valsárskóla.
Aðrir kennarar eru að sjálfsögðu tilbúnir að hitta foreldra eða tala við þá á því formi sem hentar.
Skólastjóri er í vinnu á samtalsdegi og í haustfríi og alltaf tilbúin til skrafs og ráðagerða.
20. október er starfsdagur kennara og nemendur í fríi. Fimmtudaginn 21. október og föstudaginn 22. október er hausfrí og þá eru kennarar og nemendur í frí. Vinaborg er opin alla þessa daga fyrir skráð börn.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.